Hrafnhildur hefur lokið keppni

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Eggert

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur lokið keppni á heimsbikarmótinu í sundi í Tókýó í Japan.

Hrafnhildi tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitunum frekar en í gær en hún keppti í 50 og 200 metra bringusundi í dag.

Í 50 metra bringusundinu hafnaði hún í 9. sæti á tímanum 31,27 sekúndum en Íslandsmet hennar í greininni er 30,67 sekúndur. Átta fyrstu sundkonurnar komust í úrslit.

Í 200 metra bringusundinu lenti Hrafnhildur í 18. sæti en hún kom í mark á 2:26,45 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:22,69 mínútur.

Þetta var annað heimsbikarmótið sem Hrafnhildur keppti á um næstu helgi keppir hún á því þriðja sem fram fer í Hong Kong.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert