Íslensku liðin töpuðu síðari leikjum sínum

U19 lið kvenna 2016.
U19 lið kvenna 2016. Ljósmynd/Blaksamband Íslands

Seinni leikur dagsins hjá U19 ára landsliði karla í blaki á Nevza mótinu í Kettering á Englandi var á móti Dönum. Strákarnir töpuðu fyrir Noregi fyrr í dag og í síðari leiknum höfðu Danir nokkra yfirburði og unnu leikinn 3:0 (25:20, 25:12, 25:17). Stigahæstur í íslenska liðinu var Theódór Óskar Þorvaldsson með 10 stig. 

Sjá frétt mbl.is: Stelpurnar unnu frækinn sigur á Englandi

Eftir flottan sigur á móti Englendingum fyrr í dag mættu íslensku stúlkurnar Svíum í seinni leiknum. Svíarnir unnu fyrstu tvær hrinurnar 25:18 og 25:19. Upphækkun þurfti til að skera úr um sigur í þriðju hrinu sem endaði í 29:27 fyrir Svíum.

Á morgun mæta stelpurnar Færeyingum klukkan 08.30. Færeyska liðið tapaði báðum sínum leikjum í dag sem voru á móti Dönum og Norðmönnum. Íslensku strákarnir spila við Englendinga klukkan 10.30 í fyrramálið. Enska liðið vann Færeyjar 3-0 og tapaði svo fyrir Svíum 3-0 í dag og verður spennandi að sjá hvernig leikir morgundagsins fara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert