Unnu toppslaginn í oddahrinu

Bergur Einar Dagbjartsson úr HK (17) slær yfir hávörn Stjörnumannanna …
Bergur Einar Dagbjartsson úr HK (17) slær yfir hávörn Stjörnumannanna Kristófers Proppé (15) og Michael Pelletier (3). Ljósmynd/A&R photos

Stjarnan sigraði HK eftir oddahrinu, 3:2, í Mizuno-deild karla í blaki í gærkvöld þegar liðin mættust í toppslag í Fagralundi í Kópavogi.

Stjarnan vann fyrstu hrinuna 25:21 og aðra hrinu 25:23. Heimamenn í HK komu hins vegar sterkir inn í þriðju hrinu og unnu hana, 25:21, og einnig þá fjórðu, 25:20. Í oddahrinu var mikil barátta og jafnt á öllum tölum framan af. Stjarnan náði þó að sigra, 15:11, og leikinn þar með 3:2.

Stigahæstu leikmenn Stjörnunnar voru Alexander Stefánsson og Michael Pelletier með 22 stig hvor. Í HK var Felix Þór Gíslason stigahæstur með 19 stig og Theódór Óskar Þorvaldsson með 14 stig.

Stjarnan er með 17 stig á toppnum, HK 14, Þróttur Neskaupstað 13, Afturelding 11, KA 8 og Þróttur/Fylkir er með 3 stig.

KA vann Aftureldingu, 3:0, í Mosfellsbæ, 29:27, 25:22 og 25:22. Liðin mætast aftur á sama stað í dag kl. 13.15.

Alexander Stefánsson (18) í Stjörnunni slær fram hjá hávörn HK-inganna …
Alexander Stefánsson (18) í Stjörnunni slær fram hjá hávörn HK-inganna Theodórs Óskar Þorvaldsson (7) og Ágústs Mána Hafþórssonar (15). Stigahæsti maður HK liðsins, Felix Þór Gíslason (10), er tilbúinn í vörninni. Ljósmynd/A&R photos
Michael Pelletier (3) slær yfir hávörn HK manna, Kjartan Fannar …
Michael Pelletier (3) slær yfir hávörn HK manna, Kjartan Fannar Grétarsson (2) og Bergur Einar Dagbjartsson (17). Ljósmynd/A&R photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert