Freyja Mist hafnaði í 8. sæti

Freyja Mist Ólafsdóttir hafnaði í 8. sæti.
Freyja Mist Ólafsdóttir hafnaði í 8. sæti. Lyftingasamband Íslands

Freyja Mist Ólafsdóttir úr Lyftingafélagi Reykjavíkur hafnaði í 8. sæti á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum fyrir keppendur 20 ára og yngri í dag en mótið fer fram í Eilat í Ísrael.

Freyja keppti í bæði í -75 kg flokki og +75 kg flokki. Hún byrjaði í fyrri flokknum en þar keppti hún í snörun og lyfti fyrst 80 kg áður en hún lyfti 83 kg og bætti þar með eigið Norðurlandamet um eitt kíló.

Jafnhendingin byrjaði brösuglega hjá Freyju. Hún reyndi í tvígang að lyfta 95 kg en það tókst þó ekki. Í þriðju tilraun reyndi hún við 96 kg og tókst það. Hún fór því samanlagt á 179 kg og hafnaði í áttunda sæti mótsins.

Tveir aðrir keppendur lyftu einnig 179 kg en voru þó 300 gr léttari en Freyja í vigtuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert