Hrafnhildur aftur í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur átt stórkostlegt ár.
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur átt stórkostlegt ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH mun synda til undanúrslita í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Kanada í kvöld, rétt eins og Bryndís Rún Hansen í 50 metra flugsundi.

Hrafnhildur synti á 1:00,79 mínútu og varð í 12. sæti í undanrásum í dag. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð i 27. sæti á 1:03,51 mínútu, en síðasti keppandi inn í undanúrslit synti á 1:01,21.

Íslandsmet Hrafnhildar í greininni er 1:00,63 mínútur, frá því í fyrra. Hún hafði áður komist í undanúrslit í 50 metra bringusundi þar sem hún hafnaði að lokum í 13. sæti.

Sjá frétt mbl.is: Bryndís í undanúrslit á Íslandsmeti

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson úr ÍRB og Kristinn Þórarinsson úr Fjölni syntu nánast á sama tíma í 50 metra baksundi. Davíð kom í bakkann á 25,24 sekúndum og varð í 40. sæti, en Kristinn endaði sæti neðar á 25,27 sekúndum. Alls tóku 73 keppendur þátt en síðasti keppandi inn í undanúrslit synti á 23,98 sekúndum. Íslandsmetið í greininni er í eigu Arnar Arnarsonar og er 24,05 sekúndur.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Kristinn Þórarinsson, glaðbeittir á HM í …
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Kristinn Þórarinsson, glaðbeittir á HM í Windsor í Kanada. Ljósmynd/SSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert