„Mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir þessi meiðsli“

Haraldur Björn Sigurðsson hefur skoðað krossbandaslit sérstaklega í sínu doktorsnámi.
Haraldur Björn Sigurðsson hefur skoðað krossbandaslit sérstaklega í sínu doktorsnámi. mbl.is/Eggert

Íþróttaunnendur kannast við að lesa reglulega um krossbandaslit afreksíþróttafólks á síðum Morgunblaðsins eða fréttaflutning af íþróttafólki sem er byrjað að beita sér á ný eftir aðgerðir vegna krossbandaslita. Haraldur Björn Sigurðsson íþróttasjúkraþjálfari tók þá ákvörðun að skoða krossbandaslit sérstaklega í doktorsnámi sínu og vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn undir handleiðslu dr. Kristínar Briem, en Morgunblaðið ræddi við hana um rannsóknir hennar fyrir nokkrum árum.

„Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir þessi meiðsli vegna þess að þau hafa svo miklar afleiðingar fyrir einstaklinginn til lengri tíma. Þessi meiðsli eru afdrifarík og í flestum tilfellum eiga þau sér stað þrátt fyrir að íþróttamaður lendi ekki í stórslysi,“ sagði Haraldur þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvers vegna hann hefði kosið að taka krossbandaslit fyrir í sínu doktorsnámi.

„Manni finnst að það ætti að vera hægt að finna vinkil til að koma í veg fyrir þessi meiðsli en það hefur samt ekki gengið neitt sérstaklega vel hingað til. Nálgun á rannsóknir á áhættuþáttum krossbandaslita hafa hingað til verið full einfaldar að mínu mati. Þar hafa vissar breytur verið skoðaðar en ekki endilega út frá því hvernig slitin verða. Fólk hefur ekki verið mælt aftur til að sjá hvort hreyfingarnar séu eins, til dæmis fyrir og eftir kynþroska. Auðveldara er að halda utan um slíka hluti hérna á Íslandi og fá fólk til að koma aftur og aftur í mælingu. Þrátt fyrir að krossbandaslit hafi verið mikið rannsökuð er margt óskoðað og ógert, sem gerir þetta mjög spennandi fyrir mig.“

Ítarlega er rætt við Harald í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert