Hrafnhildur ellefta á Íslandsmeti

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í ellefta sæti í 100 metra fjórsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Windsor í Kanada en undanúrslitum í greininni var að ljúka og þar setti hún glæsilegt Íslandsmet.

Hrafnhildur synti vegalengdina á 1:00,31 mínútu og bætti Íslandsmetið sitt um 38/100 úr sekúndu. Hún hefði þurft að synda á 1:00,05 mínútum til að komast í átta manna úrslitin.

Hrafnhildur varð í 12. sæti í undanrásum greinarinnar í dag þegar hún synti á 1:00,79 mínútum. Íslandsmet hennar var 1:00,69 mínútur. Keppendur í 100 m fjórsundinu voru 63.

Hún komst fyrr á mótinu í undanúrslit í 50 metra bringusundi þar sem hún hafnaði í 13. sæti og á morgun keppir Hrafnhildur í 100 metra bringusundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert