Met í boðsundinu í Kanada

Kristinn Þórarinsson er í sveitinni sem setti metið.
Kristinn Þórarinsson er í sveitinni sem setti metið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sveit Íslands í 4x50 m skriðsundi karla setti rétt í þessum landsmet í greininni þegar hún varð í þrettánda sæti á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Þeir Aron Örn Stefánsson, Viktor Máni Vilbergsson, Kristinn Þórarinsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson syntu á 1:31,07 mínútu og bættu fjórtán ára gamalt met landssveitar frá 2002 sem var 1:32,29 mínúta.

Átta efstu í greininni komust í úrslit og Kínverjar, sem urðu áttundu, syntu á 1:27,69 mínútu. Nítján sveitir luku keppni.

Eygló Ósk Gústafsdóttir er á þessari stundu að synda í undanrásum í 50 m baksundi og um klukkan 16 að íslenskum tíma er Hrafnhildur Lúthersdóttir á ferðinni í undanrásum í 100 m bringusundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert