Bryndís Rún bætti fimm ára gamalt met sitt

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen. mbl.is/Ómar

Bryndís Rún Hansen úr Óðni bætti eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Windsor í Kanada.

Bryndís Rún keppti í undanrásum nú rétt í þessu og kom í bakkann á 59:95 sekúndum, en hún hafnaði í 27. sæti og komst ekki áfram í undanúrslit. Sextán efstu keppendurnir komust áfram og hefði Bryndís þurft að synda um einni og hálfri sekúndu betur til að komast áfram.

Fyrra metið hennar var 1:00,25 mínútur sem hún setti í Bergen í Noregi fyrir fimm árum. Hún hefur því beðið lengi eftir því að komast undir mínútumúrinn.

Bryndís hefur þegar bætt Íslandsmetið í 50 metra flugsundi á mótinu þar sem hún hafnaði í 16. sæti og í 100 metra skriðsundi varð hún í 29. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert