Enn Íslandsmet hjá Hrafnhildi í Windsor

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti enn eitt Íslandsmetið á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Windsor í Kanada þegar hún hafnaði í 14. sæti í 100 metra bringusundi en undanúrslitunum var að ljúka rétt í þessu.

Hrafnhildur synti á 1:05,94 mínútum sem er 12/100 úr sekúndu betri tími en þegar hún bætti Íslandsmetið í greininni um 3/100 úr sekúndu í undanrásunum í dag en þá varð hún í fjórtánda sæti á 1:06,06 mínútum. Átta efstu komust í úrslit og til að ná því þurfti að synda á 1:05.20 mínútum. Lilly King frá Bandaríkjunum náði besta tímanum, 1:04,06 mínútum.

Hrafnhildur varð áður í 11. sæti í 100 metra fjórsundi á mótinu í Windsor, og í 13. sæti í 50 metra bringusundi en hún setti líka Íslandsmet í þeim greinum. Hún komst í undanúrslit í öllum greinunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert