KA vann Stjörnuna eftir mikla spennu

KA hafði betur gegn Stjörnunni í gær.
KA hafði betur gegn Stjörnunni í gær. Ljósmynd/heimasíða KA

Stjarnan lagði KA að velli þegar liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í gærkvöldi. KA byrjaði leikinn betur og bar sigur úr býtum í fyrstu hrinunni 25:16. Stjarnan jafnaði hins vegar metin með 26:24 sigri eftir æsispennandi leik í annarri hrinu.

KA var yfir lungann úr þriðju hrinu og þrátt fyrir góðan lokasprett hjá Stjörnunni dugði það ekki til og KA fór með 25:22 sigur af hólmi í hrinunni. 

Stjarnan hafði yfirhöndina í fjórðu hrinu. Í stöðunni 15:11 gestunum úr Garðabænum í vil skoraði Rósa Dögg Ægisdóttir fimm ása í röð og Stjarnan þar með komin í 20:11. Það reyndist KA konum of stór biti og Stjarnan nældi sér í oddahrinu með 25:19 sigri í hrinunni.

Úrslit leiksins réðust því í oddahrinu þar sem KA hafði betur eftir góða byrjun Stjörnunnar í oddahrinunni. Liðin mætast á nýjan leik í KA-heimilinu klukkan 14.00 í dag. 

Hulda Elma Eysteinsdóttir var stigahæst í liði KA með 16 stig og Hildur Davíðsdóttir kom næst með 14 stig. Rosilyn Cummings og Ásthildur Gunnarsdóttir voru hins vegar atkvæðamestar í liði Stjörnunnar með 17 stig hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert