Löng dvöl í efsta sæti heimslistans

Helgi Sveinsson ætlar sér stóra hluti á næsta ári.
Helgi Sveinsson ætlar sér stóra hluti á næsta ári.

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson úr Ármanni hefur notið mikillar velgengni frá því hann snéri sér að greininni fyrir nokkrum árum síðan.

Helgi hafði ekki verið lengi í frjálsum þegar hann vann sig inn á Ólympíumótið í London árið 2012. Árin á eftir varð hálfgerð sprengja hjá honum í framförum og hefur hann verið í fremstu röð allar götur síðan.

Helgi hefur bæði orðið heims- og Evrópumeistari í sínum fötlunarflokki. Hann fær nú meiri samkeppni þar sem þrír fötlunarflokkar keppa saman í greininni á stórmótum. Þegar Helgi hafnaði í 5. sæti á Ólympíumótinu í Ríó í sumar þá varð hann langefstur þeirra sem eru í flokki F42 og þeir sem höfnuðu fyrir ofan hann glíma allir við minni fötlun. Helgi setti raunar ólympíumótsmet í Ríó.

Sjá umfjöllun um Helga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert