Björgvin stóð sig vel í Dubai

Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel í Dubai um helgina.
Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig vel í Dubai um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgvin Karl Guðmundsson hafnaði í sjöunda sæti á sterku crossfit- og fitnessmóti, Dubai Fitness Championship, sem fram fór í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina.

Árni Björn Kristjánsson hafnaði í 27. sæti og Þröstur Ólason hafnaði í 31. sæti.  

Það var ríkjandi heimsmeistari, Matthew Fraser, sem varð hlutskarpastur á mótinu, en hann fékk 1132 stig, 193 stigum meira en Björgvin Karl sem fékk 939 stig.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert