Íþróttir á tímum átaka

Íbúar í Cleveland fögnuðu rækilega með körfuboltaliðinu sínu sem færði …
Íbúar í Cleveland fögnuðu rækilega með körfuboltaliðinu sínu sem færði borginni sinn fyrsta stóra meistaratitil í 52 ár í júní 2016. AFP

Donald Trump sór í gær embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna og er jafn stór hluti landsmanna hér undrandi á þeim fréttum og aðrir heimsborgarar.

Kosning hans í nóvember síðastliðnum var af mörgum sérfræðingum séð sem hluti af víðari þróun í mörgum löndum, þar sem kjósendur í lýðræðisríkjum hafa á undanförnum árum stutt einræðisþenkjandi frambjóðendur sem lofa gulli og grænum skógum fyrri daga.

Þessir sömu sérfræðingar í sinni visku hafa enn fremur bent á að þessi kosningaúrslit megi rekja til reiði almennings á að efnahagsheimsvæðingin hafi ekki skilað sér í betri kjörum almennings, þótt valdastéttir víðs vegar virðist hafa það fínt. Í reiði sinni og máttleysi hafa margir kjósendur einfaldlega fórnað höndum og gefið rótgrónum stjórnmálamönnum og flokkum hina frægu amerísku löngutöng, því ekkert virðist skiljanlegt lengur.

Allt að fara í hund og kött

Í þessari stöðu er endalaust hægt að greina hvað er á ferðinni félagsfræði- og sálfræðilega. Fyrir hinn almenna borgara er dæmið hins vegar mun einstaklingsbundnara þar sem við öll höfum tilhneigingu að sjá hluti út frá okkar sjónarhóli og einkalífi að miklu leyti. „Þeir eru allir spilltir og hafa gert allt ómögulegt. Ég skil hlutina ekki lengur,“ eru hlutir sem ég hef heyrt marga segja. Allt virðist vera að fara í hund og kött.

Þegar reiðin nær ákveðnu marki er ekki laust við að mörg okkar leiti út á við eða inn á við til að ná skilningi á stöðunni. Sumir taka af skarið og taka þátt í mótmælum eða öðrum lýðræðisgerðum; aðrir leita til að mynda í jóga, vímuefni, heimspeki eða listir og aðra afþreyingu; og sumir kjósa Donald Trump og halda að það muni bjarga málunum.

Gleyma stað og tíma

Það er á slíkum tímum sem íþróttir geta skilað hlutverki afþreyingar fyrir marga, því þær geta hjálpað okkur að gleyma reiðinni og binda samkennd okkar. Þegar allt virðist vera að fara í hundana og svartsýnin tekur yfir tíðarandann getur leikmaður eða lið allt í einu beint athygli okkar frá eymdinni og átökunum, þótt ekki sé nema í skamman tíma.

Sjá viðhorfsgrein Gunnars Valgeirssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert