Sveit ÍR sigursæl

Ísak Óli Traustason (Til hægri) vann 60 metra grindahlaupið.
Ísak Óli Traustason (Til hægri) vann 60 metra grindahlaupið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Seinni dagurinn á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppni fór fram í 14 greinum og þar á meðal tíu hlaupagreinum. 

Bogey Ragnheiður Leósdóttir tók gullið í stangarstökki. Sigurstökkið var 3,33 metrar. Helga Margrét Haraldsdóttir vann þrístökkið með nokkrum yfirburðum er hún stökk 11,46 metra. 

Í hástökki karla stökk Bjarki Rúnar Kristinsson hæst allra eða 1,91 metra á meðan Þorsteinn Ingvarsson vann langstökkið með stökki upp á 7,47 metra. 

Keppni fór fram í tíu hlaupum og hér má sigurvegarana úr þeim. 
200 metra hlaup kvenna: Tiana Ósk Whitworth 24,97 sek
200 metra hlaup karla: Ívar Kristinn Jasonarson 22,08 sek
800 metra hlaup kvenna: Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir 2:22,72 sek
800 metra hlaup karla: Bjartmar Örnuson 1:56,16 sek
3.000 metra hlaup kvenna: Andrea Kolbeinsdóttir 10:18,22 sek
3.000 metra hlaup karla: Arnar Pétursson 8:51,63 sek
60 metra grindahlaup kvenna: María Rún Gunnlaugsdóttir 8,97 sek
60 metra grindahlaup karla: Ísak Óli Traustason 8,50 sek
4x 200 metra boðhlaup kvenna: Sveit ÍR 1:43,54 sek
4x 200 metra boðhlaup karla: Sveit ÍR 1:30,48 sek

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert