Hlynur fer ásamt Anítu á EM

Hlynur Andrésson
Hlynur Andrésson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson verður ásamt Anítu Hinriksdóttur fulltrúi Íslands á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Belgrad í Serbíu dagana 3. til 5. mars næstkomandi.

Aníta mun keppa í 800 metra hlaupi og var sú eina af íslensku frjálsíþróttafólki sem náði lágmarki inn á mótið og ætlaði sér að keppa, en Arna Stefanía Guðmundsdóttir, nýkrýndur Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi innanhúss, getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands fékk boð um að velja einn karlkyns keppanda á mótið og valdi Hlyn en hann mun keppa í 3.000 metra hlaupi og var aðeins hársbreidd frá því að ná lágmarkinu og var næstur lágmarki íslenskra karla. Hlynur æfir og keppir með liði Easter Michigan-háskólanum í Bandaríkjum og setti á dögunum tvö Íslandsmet innnanhús í 3.000 metra hlaupi og míluhlaupi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert