Elsa Guðrún búin með skiptigönguna

Elsa Guðrún Jónsdóttir.
Elsa Guðrún Jónsdóttir. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Skíðakonan Elsa Guðrún Jónsdóttir keppti í dag í skiptigöngu á heimsmeistaramótinu í norrænum skíðaíþróttum í Lahti í Finnlandi.

Gangan var 7,5 km löng í dag og fór Elsa Guðrún gönguna á 47:39,6 mínútum og lenti í 49. sæti.

Elsa vann síðasta miðvikudag undankeppnina fyrir lengri greinar á mótinu og hefur nú þegar keppt í sprettgöngu en í viðtali við mbl.is á dögunum sagðist hún spenntust fyrir 10 km göngunni sem keppt er í næsta þriðjudag með hefðbundinni aðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert