Frábær sprettur Sævars í liðaspretti

Sævar Birgisson og Albert Jónsson.
Sævar Birgisson og Albert Jónsson. Ljósmynd/SKÍ

Sævar Birgisson og Albert Jónsson kepptu fyrir Íslands hönd í liðaspretti á HM í norrænum greinum í Lahti í Finnlandi í dag og lentu í 23. sæti.

Genginn var 1,4 km hringur í dag í liðasprettinum en hann fer þannig fram að hvert lið stillir upp tveimur keppendum sem fá hvor um sig þrjá spretti en Albert og Sævar voru í seinni undanrásum í sterkum riðli með Rússlandi sem vann keppnina og Finnlandi, sem lenti í 3. sæti, ásamt Kanadamönnum.

Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Ljósmynd/SKÍ

Sævar tók fyrri sprettinn sem var algjörlega frábærlega framkvæmdur hjá honum og var hann meðal fremstu manna er hann kom inn á skiptisvæðið. Eftir þann sprett dróst liðið hægt og rólega aftur úr stærri þjóðunum og að lokum endaði liðið í 23. sæti, sem er tveimur sætum betri árangur heldur en á HM fyrir tveimur árum.

Albert Jónsson.
Albert Jónsson. Ljósmynd/SKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert