HK komst á toppinn

Elísabet Einarsdóttir skorar fyrir HK.
Elísabet Einarsdóttir skorar fyrir HK. Ljósmynd/A&R Photos

HK sigraði KA, 3:1, í Mizuno-deild kvenna í blaki í Fagralundi í gærkvöld og komst með því í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Aftureldingu.

KA vann fyrstu hrinuna eftir harða baráttu, 25:23, en HK jafnaði metin með öruggum sigri í þeirri næstu, 25:15. HK vann aftur 25:15 og eftir jafna baráttu í fjórðu hrinu vann HK 25:22 og tryggði sér sigurinn í leiknum.

Stigahæstar í liði HK voru Laufey Björk Sigmundsdóttir með 19 stig og Matthildur Einarsdóttir með 13 stig, þar af 6 stig fyrir að skora beint úr uppgjöf. Stigahæst í liði KA var Hildur Davíðsdóttir með 13 stig.

Hjördís Eiríksdóttir og Fríða Sigurðardóttir í hávörn á móti KA.
Hjördís Eiríksdóttir og Fríða Sigurðardóttir í hávörn á móti KA. Ljósmynd/A&R Photos
Stigahæsti leikmaður leiksins, Laufey Björk Sigmundsdóttir, skorar eitt af 19 …
Stigahæsti leikmaður leiksins, Laufey Björk Sigmundsdóttir, skorar eitt af 19 stigum sínum. Ljósmynd/A&R Photos
Elísabet Einarsdóttir slær yfir hávörn KA.
Elísabet Einarsdóttir slær yfir hávörn KA. Ljósmynd/A&R Photos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert