HK varð deildarmeistari

Fríða Sigurðardóttir fyrirliði HK lyfti bikarnum í leikslok.
Fríða Sigurðardóttir fyrirliði HK lyfti bikarnum í leikslok. Ljósmynd/A&R Photos

HK tryggði sér í kvöld sigur í Mizuno-deild kvenna í blaki með því að sigra Aftureldingu, 3:2, að Varmá í Mosfellsbæ.

Oddahrinan var upphækkuð hvað eftir annað og endaði að lokum 22:20 fyrir Kópavogsliðið en leikurinn tók rúmlega tvo klukkutíma. HK þurfti að vinna tvær hrinur í leiknum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

HK vann alla átján leiki sína í deildinni og er með 50 stig og 54 unnar hrinur. Afturelding er með 47 stig og 50 unnar hrinur. Þróttur frá Neskaupstað fékk 35 stig, Stjarnan 22, KA 17, Þróttur Reykjavík og Völsungur 9 stig hvort.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert