Freydís með gott veganesti í titilvörnina

Freydís Halla Einarsdóttir á ferðinni á HM í síðasta mánuði.
Freydís Halla Einarsdóttir á ferðinni á HM í síðasta mánuði. AFP

Freydís Halla Einarsdóttir keppti um helgina á bandaríska meistaramótinu í alpagreinum og hafnaði þar í 11. sæti í svigi, en mótið fór fram í Sugarloaf.

Tími Freydísar í fyrri ferðinni var 51,78 sekúndur, en í þeirri seinni 52,03 sekúndur. Samanlagður tími hennar var því 1:43,81 mínúta, en fyrir árangurinn fær Freydís 39,42 FIS-punkta sem er aðeins frá hennar punktastöðu á heimslistanum.

Freydís Halla er nú á leið til landsins þar sem hún mun taka þátt á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar um næstu helgi. Hún á þar titil að verja í öllum greinum frá því á mótinu í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert