Keflavík bikarmeistari í 9. sinn

Verðlaunahafar frá Keflavík, Ármanni og Aftureldingu.
Verðlaunahafar frá Keflavík, Ármanni og Aftureldingu. Ljósmynd/Tryggvi Rúnarsson

Um helgina var síðasta mót Bikarmótaraðar Taekwondo-sambands Íslands 2017. Mótaröðin var gífurlega jöfn en Keflavíkingar sátu uppi sem sigurvegarar og þetta er því 9. bikarmeistaratitill Keflavíkur í röð.

Fast á hæla þeim var Ármann, eingöngu örfáum stigum frá Keflavík, og í þriðja sæti var Afturelding. Karl mótsins var Viktor Snær Flosason úr Ármanni og kona mótsins var Steinunn Selma Jónsdóttir úr Aftureldingu.

Mótið var haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ og þótti heppnast afar vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert