Stríð frá fyrstu mínútu

Leikmenn Vals ásamt fylgdarliði sínu á keppnisstað í Turda í …
Leikmenn Vals ásamt fylgdarliði sínu á keppnisstað í Turda í Rúmeníu. mbl.is/Ívar

„Við lítum ekki svo á að við séum með átta marka forskot. Okkar markmið er að vinna leikinn burtséð frá hvernig sá fyrri endaði,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar af þjálfurum karlaliðs Vals í handknattleik sem mætir Potaissa Turda frá samnefndum bæ í Rúmeníu í síðari undanúrslitaleik í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik í íþróttahöllinni í Turda klukkan 15 á morgun.

Valur hefur átta marka forskot eftir sigur, 30:22, í fyrri viðureigninni í Valshöllinni fyrir viku. Haldi Valsliðið sjó kemst það í úrslit keppninnar og verður fyrsta íslenska félagsliðið til þess að ná svo langt í einni af Evrópukeppnum karla í handknattleik í 37 ár eða frá því að „mulningsvél Vals“ lék til úrslita við Grosswallstadt vorið 1980.

Valsliðið kom til Turda í norðurhluta Rúmeníu á öðrum tímanum í fyrrinótt og nýtti daginn í gær og í dag til þess að leggja á ráðin.

Sjá forspjall um viðureignina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert