90% líkur á McGregor gegn Mayweather

Floyd Mayweather og Conor McGregor.
Floyd Mayweather og Conor McGregor. AFP

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segir 90% líkur á að bardagi við Conor McGregor líti dagsins ljós. Mayweather hætti í september 2015, en hann hefur sagt að eini maðurinn sem gæti lokkað hann aftur í hringinn væri McGregor. 

Mayweather er heimsmeistari í fimm þyngdarflokkum í hnefaleikum á meðan McGregor hefur orðið meistari í tveimur þyngdarflokkum í blönduðum bardagalistum hjá UFC-samtökunum. 

Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegan bardaga á milli kappanna og sagði McGregor á dögunum að hann hafi samþykkt bardagann og boltinn sé nú hjá Mayweather. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert