Skrykkjótt ferðalag

Hluti af íslenska hópnum við setningarathöfn leikanna í gærkvöld.
Hluti af íslenska hópnum við setningarathöfn leikanna í gærkvöld. Ljósmynd/ÍSÍ myndir

Smáþjóðaleikarnir voru settir með formlegum hætti í San Marínó í gærkvöld og hefst keppni í dag í tíu greinum. Heimamenn sýna leikunum töluverðan áhuga og var uppselt á setningarhátíðina í forsölu.

Um 33 þúsund manns eru skráð til heimilis í San Marínó og liðlega fjórðungur íbúa var viðstaddur setninguna, sem samsvarar því að liðlega 80 þúsund Íslendingar myndu mæta á slíkan viðburð.

Síðustu íslensku keppendurnir áttu að skila sér eftir miðnætti síðustu nótt eftir nokkur skakkaföll, vegna bilunar í búnaði hjá British Airways, en ítarlega var fjallað um þá uppákomu á mbl.is í gær. Allur búnaður hefur skilað sér, hvort sem það eru hjól, stangir eða spjót. Íslendingum ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði að taka til óspilltra málanna í verðlaunasöfnun. Ef mið er tekið af velgengni íslenska íþróttafólksins í keppnum á þessum jafnréttisgrundvelli sem Smáþjóðaleikarnir eru er í það minnsta innistæða fyrir bjartsýni.

139 íslenskir keppendur

Þátttaka Íslendinga á leikunum er metnaðarfull og telur íslenska sendinefndin nú um 200 manns. Örn Andrésson, annar aðalfararstjóra íslenska hópsins, segir það líklega vera mesta fjölda sem farið hafi á Smáþjóðaleika utan landsteinanna.

„Við erum með 139 keppendur og um 200 manns í heildina. Með hverjum hópi eru þjálfarar, liðsstjórar og sjúkraþjálfarar. Metfjöldi okkar hvað þátttökuna varðar var náttúrlega þegar leikarnir voru haldnir heima. Ef það er talið frá held ég að þetta sé í fyrsta skipti sem heildartalan gæti náð tvö hundruð hjá okkur. Fjöldinn er mismunandi eftir því hvaða greinar eru á dagskrá. Á leikunum eru ákveðnar kjarnagreinar og hinar greinarnar eru mismunandi. Það hafa verið leikar þar sem við höfum ekki átt keppendur í einhverjum greinum og svo eru stundum greinar þar sem við eigum marga keppendur. Nú er til dæmis ekki keppt í fimleikum, en þar höfum við oft verið með stóran hóp. Nú hefur á hinn bóginn fjölgað mjög í hjólreiðum hjá okkur, en áður fyrr vorum við ekki með marga keppendur í þeim greinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert