Tap í fyrsta leik og Elísabet ekkert með

Íslenska landsliðið í blaki.
Íslenska landsliðið í blaki. Ljósmynd/BSÍ

Elísabet Einarsdóttir, leikmaður Lugano Volley í Sviss, var ekki með íslenska landsliðinu í blaki í 3:1 tapi gegn Skotum í fyrsta leik á Evrópumóti smáþjóða sem fram fer í Lúxemborg um þessar mundir. Elísabet er með sýkingu í botnlanga og verður því ekkert með á mótinu. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið enda Elísabet einn allra besti leikmaður liðsins. 

Skotar unnu leikinn í dag, 3:1, en allar hrinurnar voru nokkuð jafnar. Skotland vann fyrstu tvær hrinurnar, 25:21 og 25:19, en Ísland minnkaði muninn með að vinna þriðju hrinuna 25:19. Skotar voru hins vegar sterkari í fjórðu hrinu og tryggðu sér 3:1 sigur með að vinna hana 25:22. 

Kýpur vann Færeyjar á sama móti í dag, 3:0. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert