Aldrei komist lengra

Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttur og …
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttur og Berglind Gígja Jónsdóttir eftir verðlaunaafhendinguna í Lúxemborg.

Sigur íslenska kvennalandsliðsins í blaki í Evrópukeppni smáþjóða í Lúxemborg á laugardaginn veitir þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, varaformanns Blaksambands Íslands, BLÍ, þá er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt landslið öðlast keppnisrétt í riðlakeppni EM.

„Við höfum aldrei áður átt lið í riðlakeppni EM. Fyrir um áratug komst landslið okkar í umspilsleiki um að komast inn í riðlakeppnina en þeir leikir töpuðust. Þá var leikið heima og að heiman. Árangur kvennalandsliðsins nú er það lengsta sem við höfum náð,“ sagði Stefán sem telur líklegra en ekki að þátttökurétturinn verði nýttur.

„Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun í stjórn Blaksambandsins um að taka þátt og fyrr en það hefur verið gert er ekki hægt að slá neinu föstu,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær í móttökuhófi sem BLÍ hélt í Laugardal þegar kvennalandsliðið kom til landsins eftir sigurförina til Lúxemborgar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert