Fjögur keppa í frjálsum í Mannheim

Tiana Ósk Whitworth á ferðinni í Laugardalshöllinni í vetur.
Tiana Ósk Whitworth á ferðinni í Laugardalshöllinni í vetur. mbl.is/Eggert

Ísland mun eiga fjóra fulltrúa á frjálsíþróttamótinu Bauhaus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi um næstu helgi.

Mótið er sterkt, alþjóðlegt mót fyrir fremsta frjálsíþróttafólk heims á aldrinum 16-19 ára. Á þessu móti hefur Aníta Hinriksdóttir náð frábærum árangri en hún setti þar Íslandsmet í 800 metra hlaupi sumarið 2013 sem stóð allt þar til að Aníta bætti það sjálf á Ólympíuleikunum í fyrra.

Íslensku keppendurnir í ár eru þau Tiana Ósk Whitworth, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Dagur Andri Einarsson og Erna Sóley Gunnarsdóttir. Tiana og Guðbjörg keppa í 100 og 200 metra hlaupi, sem og Dagur. Erna keppir í kúluvarpi.

Þjálfararnir Einar Þór Einarsson og Pétur Guðmundsson verða með hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert