Þrír lykilmenn eru á förum

Esjuliðið verður nokkuð breytt á næstu leiktíð frá því þegar …
Esjuliðið verður nokkuð breytt á næstu leiktíð frá því þegar það varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslands- og deildarmeistarar Esju í íshokkí munu missa þrjá leikmenn fyrir næsta tímabil á svellinu. Allir voru þeir burðarásar hjá liðinu síðasta vetur.

Markvörðurinn Erik Strandberg kemur ekki aftur og þá er varnarmaðurinn Snorri Sigurbjörnsson, sem hefur verið viðriðinn landsliðið síðustu ár, farinn til Noregs þar sem hann hefur lengi verið búsettur.

Sóknarmaðurinn Ólafur Hrafn Björnsson er svo á leið til útlanda í nám, en hann var með íslenska landsliðinu á HM í Rúmeníu í apríl. Ólafur skoraði 27 mörk með Esju í deildinni á síðasta tímabili og var markahæstur ásamt liðsfélaga sínum Birni Róberti Sigurðarsyni.

„Við þurfum leikmenn til þess að fylla upp í þessi skörð. Við ætlum að fá útlending inn fyrir Óla og svo þurfum við bara að sjá til hvernig markmannsmálin verða,“ sagði Gunnlaugur Thoroddsen, þjálfari Esju, sem verður fyrst íslenskra félagsliða til þess að taka þátt í Evrópukeppni í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert