Willum fékk góð ráð frá FH-ingum

Willum Þór Þórsson og Arnar Gunnlaugsson
Willum Þór Þórsson og Arnar Gunnlaugsson Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er sennilega búinn að sjá alla leiki þeirra á leiktímabilinu og veit að þeir eru í hörkustandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, í samtali við Morgunblaðið fyrir leik lærisveina hans við SJK Seinäjoki frá Finnlandi í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í Vesturbænum í kvöld.

„Ég met þetta sem nokkuð jafna möguleika og tel að þetta sé á við sterkt lið hérna heima. Það er búið að setja svolítinn pening í þetta lið og það er með hörkumannskap. En við eigum lengri sögu í Evrópu, þeir hafa tekið þátt tvö síðastliðin ár en úrslitin í þeim leikjum gefa til kynna að þetta sé hörkulið,“ sagði Willum, en FH mætti þessu liði fyrir tveimur árum og vann báðar viðureignirnar 1:0.

„Fyrir utan þessa tvo leiki hafa FH-ingar verið með þeim á æfingamótum, meðal annars núna í vor. Þeir þekkja þetta lið því nokkuð og ég fékk mjög góðar upplýsingar hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH],“ sagði Willum og segir tækifæri KR vera hér heima.

Sjá viðtalið við Willum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert