Bolt fyrstur í mark á besta tíma ársins

Usain Bolt hljóp á 9,95 sekúndum í kvöld.
Usain Bolt hljóp á 9,95 sekúndum í kvöld. AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt, áttfaldur ólympíumeistari, kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupinu á Demantamótinu í London í kvöld.

Bolt kom í mark á 9,95 sekúndum sem er besti tími ársins. Bandaríkjamaðurinn Isiah Young varð annar á 9,98 sekúndum og S-Afríkumaðurinn Akani Simbine varð þriðji á 10,02 sekúndum.

Bolt hefur staðfest að hann muni keppa í 100 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í London í næsta mánuði en þar ætlar að hann að ljúka stórkostlegum ferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert