Gunnar Nelson kærir bardagann

Gunnar Nelson er búinn að kæra niðurstöðu bardaga síns við …
Gunnar Nelson er búinn að kæra niðurstöðu bardaga síns við Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio. Mynd/UFC

Bardagamaðurinn Gunnar Nelson og hans teymi hefur kært úrslitin í bardaga hans gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio. Þetta kemur fram á Vísi.

Gunnar og Ponzinibbio mættust á bardagakvöldi UFC í Glasgow á sunnudag þar sem Ponzinibbio rotaði Gunnar á tæpri einni og hálfri mínútu.

Strax í viðtali eftir bardagann sagðist Gunnar hafa séð tvöfalt þar sem Argentínumaðurinn hafi potað í auga hans. Það má ekki í UFC.

Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars, segist í samtali við Vísi vilja fá úrslitum bardagans breytt og að enginn fái dæmdan sigur úr honum.

Enn fremur segist hann vilja sjá UFC skoða aðra bardaga Ponzinibbio þar sem hann hefur gerst sekur um augnpot en UFC herti nýlega reglur hvað varðar slík augnpot og dómarinn tók það sérstaklega fram inni í klefa við báða keppendur fyrir bardagann á sunnudagskvöld.

Ekki er hefð fyrir því að úrslitum bardaga sé breytt en ný áhersla UFC vekur þó einhverjar vonir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert