Júlían er tilbúinn á eitt stærsta svið heims

Júlían J.K. Jóhannsson er á leið á Heimsleikana.
Júlían J.K. Jóhannsson er á leið á Heimsleikana.

„Þetta er stærsta mót sem ég hef keppt á og verður eitthvað svakalegt,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson í Morgunblaðinu, en hann heldur í dag út til Wroclaw í Póllandi þar sem hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í kraftlyftingum á Heimsleikunum, World Games, sem fram fara fjórða hvert ár.

„Þetta verður stærsta sviðið sem maður hefur stigið á, haldið í Hörpu þeirra Pólverja í Wroclaw og eiginlega bara í Eldborgarsal sinfóníunnar,“ segir Júlían, en hann hefur undirbúið sig vel enda hefur allt það sem af er ári miðast við þetta mót.

„Undirbúningurinn byrjaði í raun strax og ég fæ boðið í byrjun janúar. Þetta verður fjórða mótið mitt í ár, ég keppti síðast á Evrópumótinu í maí sem ég tók algjörlega sem undirbúning fyrir þetta mót. Þar kom ýmislegt í ljós sem ég þurfti að laga og eftir það hef ég hellt mér út í ellefu vikna strangan æfingatíma sem hefur gengið ansi vel. Ég finn að ég er tilbúinn.“

Nánar er rætt við Júlían í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert