Ætlar að keppa í fimm ár til viðbótar

Chris Froome vann í Frakklandshjólreiðakeppninni.
Chris Froome vann í Frakklandshjólreiðakeppninni. AFP

Hjólreiðamaðurinn Chris Froome vann Frakklandshjólreiðarnar í þriðja skipti í röð fyrr í þessum mánuði en hann er hvergi nærri hættur. Hann segist ætla að keppa í minnst fimm ár í viðbót. 

Froome hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar fjórum sinnum. Jacques Anquetil, Eddy Merckx, Bernard Hinault og Miguel Indurain hafa oftast unnið keppnina eða fimm sinnum og ætlar Froome sér að verða sigursælasti hjólreiðamaður keppninnar. 

„Ég er að læra meira á hverju ári og ég verð bara betri. Ég reyni að aðlagast öllu sem Frakklandshjólreiðarnar bjóða upp á. Ég ætla að keppa í fimm ár til viðbótar og vonandi get ég unnið fleiri titla,“ sagði Froome. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert