Mo Farah vann kveðjuhlaupið

Tilfinningarnar leyndu sér ekki þegar Farah kom í mark í …
Tilfinningarnar leyndu sér ekki þegar Farah kom í mark í gær. AFP

Breski hlauparinn Mo Farah vann 3.000 metra hlaupið á Demantamótinu í frjálsum íþróttum í Birmingham í gær. Þetta var síðasta hlaup kappans, en hann kom í mark á 7:38,64. „Það eina sem mig dreymdi um þegar ég var ungur var að hlaupa fyrir Bretland,“ sagði fjórfaldi ólympíumeistarinn.

Farah er sigursælasti hlaupari Breta og leggur skóna á hilluna 34 ára gamall. Hann segir þó geta verið líkur á að hann verði með á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020. „Ef ég verð bestur í maraþoni og get keppt þá gæti það verið. Ég held að ég þurfi að minnsta kosti að hlaupa í tveimur til þremur maraþonum svo ég geri það vel og læri af þeim. Þetta er ekki auðvelt,“ sagði kappinn, enn hann hyggst takast á við maraþonhlaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert