Heimsmeistarinn í 18 mánaða bann

Johaug verður frá keppni næstu mánuði.
Johaug verður frá keppni næstu mánuði. AFP

Sjöfaldi heimsmeistarinn í skíðagöngu Therese Johaug var dæmd í 18 mánaða keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í september á síðasta ári, en í henni mældist árangursaukandi steraefnið clostebol. Hún fullyrðir að efnið hafi hún fengið í líkamann vegna notkunar Trofodermin, krems sem hún samkvæmt læknisráði smurði á varir sínar vegna mikils varaþurrks, þegar norska landsliðið var við æfingar á Ítalíu í ágúst á síðasta ári.

Hún var dæmd í 13 mánaða keppnisbann í febrúar, en nú hefur bannið verið framlengt í 18 mánuði. Þar með mun hún missa af Vetrarólympíuleikunum á næsta ári, en Johaug er þrefaldur ólympíuverðlaunahafi. Næsta stórmót sem hún mun geta stefnt að því að keppa í, er heimsmeistaramótið árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert