„Við verðum að vinna“

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa átt erfitt …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa átt erfitt uppdráttar. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans hjá Everton taka á móti franska liðinu Lyon í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Everton hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í keppninni.

„Við verðum að vinna. Lyon er með sterkt lið og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, á fréttamannafundi fyrir leikinn í gær. Ekkert hefur gengið hjá Everton á leiktíðinni og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki af átta í ensku úrvalsdeildinni. Margir telja að Koeman sé orðinn mjög valtur í sessi.

„Fram til þessa hef ég fengið fullan stuðning. Stjórnin stendur við bakið á liðinu og þjálfaranum. Það er alltaf gott að heyra, en í fótboltanum snýst allt um úrslit,“ sagði Koeman.

Ronald Koeman þykir orðinn valtur í sessi.
Ronald Koeman þykir orðinn valtur í sessi. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert