Aron Örn kominn með tvö gull

Aron Örn Stefánsson býr sig undir að keppa í dag.
Aron Örn Stefánsson býr sig undir að keppa í dag. mbl.is/Hari

Aron Örn Stefánsson, sundmaður úr SH, er búinn að næla sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Laugardalslaug.

Aron Örn fékk gull í 100 metra bringusundi þegar hann synti á tímanum 1:03,84 mínútum, en annar var Sævar Berg Sigurðsson á 1:05,71 mínútu. Bronsið fékk svo Kristján Ari Heimisson á 1:06, 11 mínútum.

Aron Örn vann svo einnig gull í 50 metra skriðsundi tæpum hálftíma síðar. Hann kom þá í bakkann á 22,54 sekúndum eftir harða keppni við liðsfélaga sinn úr SH, Predrag Milos, sem varð annar á 22,59 sekúndum.

Bronsið fékk svo Kolbeinn Hrafnkelsson, einnig úr SH, en tími hans var 23,35 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert