Hrafnhildur tvær sekúndur frá metinu

Hrafnhildur Lúthersdóttir í 100 metra bringusundi í dag.
Hrafnhildur Lúthersdóttir í 100 metra bringusundi í dag. mbl.is/Hari

Úrslitasundin á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug standa nú sem hæst og er flest okkar besta sundfólk í eldlínunni í Laugardalslaug.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann öruggan sigur í 100 metra bringusundi þegar hún kom í bakkann á 1:07,90 mínútum, en það eru um tvær sekúndur frá Íslandsmeti hennar í greininni.

Hin 17 ára gamla Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB varð önnur á tímanum 1:11,33 mínútum og náði með því lágmarki inn á Norðurlandameistaramót 17 ára og yngri.

Bronsið hlaut svo Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir úr SH á tímanum 1:12,99 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert