Ingibjörg tæpa sekúndu frá Íslandsmeti

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir við bakkann í dag.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir við bakkann í dag. mbl.is/Hari

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, var tæpa sekúndu frá Íslandsmetinu í 50 metra skriðsundi þegar hún vann gull í greininni á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Laugardalslaug.

Ingibjörg Kristín kom í bakkann á 25,67 sekúndum, en Íslandsmet Ragnheiðar Ragnarsdóttur er 24,94 sekúndur og hefur staðið í sjö ár.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, 16 ára gömul sundkona úr SH, varð önnur á 26,15 sekúndum og tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti 16 ára og yngri. Bronsið fékk svo hin 13 ára gamla Kristín Helga Hákonardóttir úr Breiðabliki, en tími hennar var 27,19 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert