Öruggur Íslandsmeistaratitill hjá Eygló

Eygló Ósk Gústafsdóttir í 200 metra baksundi í dag.
Eygló Ósk Gústafsdóttir í 200 metra baksundi í dag. mbl.is/Hari

Úrslitasundin á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug standa nú sem hæst og er flest okkar besta sundfólk í eldlínunni í Laugardalslaug.

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann öruggan sigur í 200 metra baksundi. Hún kom í bakkann á tímanum 2:10,39 mínútum sem er um sjö sekúndur frá Íslandsmeti hennar, en Eygló hefur verið að glíma við meiðsli síðustu mánuði.

Hin 17 ára gamla Katarína Róbertsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 2:18,48 mínútum og náði með því lágmarki inn á Norðurlandameistaramót 17 ára og yngri.

Bronsið hlaut svo Stefanía Sigurþórsdóttir úr ÍRB, en hún er 16 ára og kom í bakkann á tímanum 2:22,96 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert