Tvö gull í húsi hjá Hrafnhildi

Hrafnhildur Lúthersdóttir bíður þess að stinga sér til sunds í …
Hrafnhildur Lúthersdóttir bíður þess að stinga sér til sunds í dag. mbl.is/Hari

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir nældi í sinn annan Íslandsmeistaratitil þegar hún kom fyrst í bakkann í 200 metra fjórsundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Laugardalslauginni í dag.

Hrafnhildur vann 100 metra bringusund fyrr í dag eins og mbl.is greindi frá, en tími hennar í 200 metra fjórsundinu var 2:16,84 mínútur og er það um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar.

Silfur fékk María Fanney Kristjánsdóttir úr SH, en tími hennar var 2:23,74 mínútur og þriðja var svo hin sextán ára gamla Alexandra Tómasdóttir úr Óðni á tímanum 2:30,77 mínútum.

Brynjólfur Óli Karlsson, 16 ára gamall sundmaður úr Breiðabliki, er einnig kominn með tvenn gullverðlaun. Hann kom fyrstur í bakkann í 200 metra baksundi á tímanum 2:06,98 mínútum og í 200 metra flugsundi á tímanum 2:10,47 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert