Aron náði lágmarki á EM

Aron Örn Stefánsson á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslaug.
Aron Örn Stefánsson á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslaug. mbl.is/Hari

Aron Örn Stefánsson, sundmaður úr SH, náði í morgun lágmarki á Evrópumeistaramótið í 25 metra laug þegar hann keppti í undanrásum 100 metra skriðsunds á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer í Laugardalslaug.

Aron Örn synti á 48,89 sekúndum, en lágmarkið er 49,67 sekúndur. Hann getur bætt það enn frekar seinni partinn í dag þegar úrslitin í greininni fara fram.

Aron Örn er jafnframt fyrsti íslenski karlinn til þess að ná lágmarki á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert