Bæði landsliðin saman á HM í fyrsta sinn

Frá vinstri: Ásgrímur Helgi Einarsson þjálfari karlaliðsins, Guðjón Júlíusson fararstjóri, …
Frá vinstri: Ásgrímur Helgi Einarsson þjálfari karlaliðsins, Guðjón Júlíusson fararstjóri, Skúli Freyr Sigurðsson KFR, Gústaf Smári Björnsson KFR, Jón Ingi Ragnarsson KFR, Arnar Davíð Jónsson KFR, Hafþór Harðarson ÍR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR; Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR, Guðný Gunnarsdóttir ÍR, Theódóra Ólafsdóttir KFR Ljósmynd/Aðsend

A-landslið karla og kvenna í keilu keppa á heimsmeistaramóti landsliða sem fer fram í Las Vegas dagana 24. nóvember til 4. desember. Er þetta í fyrsta sinn sem bæði karla- og kvennalið Íslands keppa á sama tíma á HM í keilu.

Kvennaliðið tryggði sér þátttöku á mótinu með ágætum árangri á EM í Vín 2016 en þar náðu þær 13. sæti í liðakeppninni sem gaf þátttökurétt á mótinu. Karlaliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sitt sæti á EM 2016 en þar sem tvær Evrópuþjóðir gáfu ekki kost á sér á HM var íslenska liðinu boðið sæti í þeirra stað.

Alls keppa 42 þjóðir á HM í ár þar af 213 karlar og 176 konur. Keppnin á mótinu fer þannig fram að keppt er í einstaklingskeppni, tvímenningi, þrímenningi, liðakeppni 5 manna liða og svo er svokölluð All Events keppni þar sem meðaltalshæstu karl- og kvenkeilarar mótsins keppa sín á milli.

Landsliðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum

A landslið karla

Arnar Davíð Jónsson Keilufélag Reykjavíkur (KFR) – Fyrirliði
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
Gústaf Smári Björnsson KFR
Hafþór Harðarson ÍR
Jón Ingi Ragnarsson KFR
Skúli Freyr Sigurðsson KFR
Ásgrímur Helgi Einarsson er þjálfari karlaliðsins

A landslið kvenna

Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
Dagný Edda Þórisdóttir KFR – Fyrirliði
Guðný Gunnarsdóttir ÍR
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
Hafþór Harðarson er þjálfari kvennaliðsins

Auk þeirra fara Guðjón Júlíusson, Hörður Ingi Jóhannsson og Theódóra Ólafsdóttir sem fararstjórar.

Keppnin hefst 24. nóvember með opinberum æfingum. Þar fá keppendur loks upplýsingar um hvaða olíuburður verður notaður á brautum í mótinu og fá að æfa í salnum sem keppt verður á en mótið fer fram í Sout Point Bowling Plaza sem er með 60 keilubrautum. Þess má geta að Keiluhöllin Egilshöll er með 22 brautir. Laugardaginn 25. hefst svo einstaklingskeppni kvenna en karlarnir hefja keppni sunnudaginn 26. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert