Sveinn Arnar á fjögur króatísk met

Sven Arnar Sæmundsson vígalegur í keppni vestanhafs.
Sven Arnar Sæmundsson vígalegur í keppni vestanhafs. Ljósmynd/lsusports.net

Sveinn Arnar Sæmundsson er kannski ekki þekktasta nafnið í íslensku sundi en hann á engu að síður fjögur landsmet. Reyndar ekki Íslandsmet, nei, því Sveinn, eða Sven eins og opinbert nafn hans er, er fæddur og uppalinn í Króatíu og eru metin hans því króatísk met.

Faðir Svens er Örn Sæmundsson sem fluttist til Króatíu á sínum tíma vegna starfa sinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en býr nú í Kongó. Móðir Svens er króatísk. Þess má til gamans geta að föðursystur Svens eru Steinunn Sæmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum og í golfi, og Ása Hrönn Sæmundsdóttir sem einnig var í landsliðinu í alpagreinum. Þá er ólympíufarinn og sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir frænka Svens.

Sven segir í samtali við Morgunblaðið það vissulega hafa hvarflað að sér að keppa fyrir hönd Íslands, en hann hafi aldrei gert neitt í þeim málum eða rætt við Sundsamband Íslands um það. Sven, sem er 21 árs gamall, kveðst hins vegar lítil tengsl hafa við Ísland önnur en að eiga þar ættingja, og að hann eigi enn eftir að heimsækja landið. Þó að hann hafi talað einhverja íslensku þegar hann var lítill sé hann búinn að gleyma þeim grunni nú.

Nánar er fjallað um afrek Svens Arnars í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert