EM í sundi hefst í tónleikahöll

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50 metra bringusundi, sinni einu grein, …
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50 metra bringusundi, sinni einu grein, á morgun. mbl.is/hari

Sex íslenskir keppendur eru á meðal þátttakenda á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug en það hefst í Kaupmannahöfn á morgun.

Mótið er haldið í Royal Arena-tónleikahöllinni þar sem sundlauginni hefur verið komið fyrir á uppbyggðum palli á miðju gólfinu. Samkvæmt fréttatilkynningu Sundsambands Íslands hafa Danir lagt mikið í umgjörð og skipulagningu mótsins og standa vonir því til að mótið verði allt hið glæsilegasta.

Ólympíufararnir Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir standa best að vígi af Íslendingunum þegar horft er til keppendalista og fyrri árangurs. Hrafnhildur keppir reyndar aðeins í einni grein, 50 metra bringusundi á morgun, en þar er hún skráð með 13. besta tímann.

Eygló keppir í 100 metra baksundi á morgun, 200 metra baksundi á föstudag og 50 metra baksundi á laugardag. Hún á 13. besta tímann í 100 metra sundinu, 12. besta í 200 metra og 23. besta í 50 metra sundinu.

Hér má sjá heildardagskrá íslenska sundfólksins:

Aron Örn Stefánsson
Föstudagur: 50 m skriðsund (skráður tími – 22,54)
Laugardagur: 100 m skriðsund ( skráður tími – 48,89)

Eygló Ósk Gústafsdóttir
Laugardagur: 50 m baksund (skráður tími – 27,40)
Miðvikudagur: 100 m baksund (skráður tími – 58,14)
Föstudagur: 200 m baksund (skráður tími – 2:07,04)

Hrafnhildur Lúthersdóttir
Miðvikudagur: 50 m bringusund (skráður tími – 30,42)

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir
Sunnudagur: 50 m skriðsund (NT)
Laugardagur: 50 m baksund (NT)
Fimmtudagur: 50 m flugsund (NT)

Kristinn Þórarinsson
Sunnudagur: 50 m baksund (skráður tími – 24,96)
Laugardagur: 100 m fjórsund (skráður tími – 55,04)
Föstudagur: 200 m fjórsund (skráður tími – 2:00,34)

Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Laugardagur: 200 m skriðsund (NT)

Boðsund
Laugardagur: 4x50 m skriðsund, blönduð kyn
Fimmtudagur: 4x50 m fjórsund, blönduð kyn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert