Rússar hvattir til að keppa á Vetrarólympíuleikunum

Leikmenn rússneska landsliðsins í íshokkí vilja vera með í Pyeongchang …
Leikmenn rússneska landsliðsins í íshokkí vilja vera með í Pyeongchang þó að þeir fái ekki að keppa sem yfirlýstir fulltrúar Rússlands. AFP

Ólympíusamband Rússlands hefur ákveðið að styðja við þá rússnesku keppendur sem vilja fara á Vetrarólympíuleikana og keppa þrátt fyrir að þeir megi ekki keppa undir fána Rússlands.

Í síðustu viku ákvað Alþjóðaólympíunefndin að banna þátttöku Rússlands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Það var ákveðið vegna uppljóstrunar um „fordæmalaust og kerfisbundið“ lyfjasvindl Rússa. Hins vegar kaus Alþjóðaólympíunefndin að leyfa þeim rússnesku keppendum sem það vildu að keppa á leikunum sem óháðir keppendur, það er að segja án þess að vera fulltrúar nokkurrar þjóðar.

Samkvæmt talsmanni ólympíusambands Rússlands vilja flestir keppendur Rússlands taka þátt á leikunum, þó að þeir þurfi að fylgja fyrrgreindu skilyrði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert