Eygló sjöunda í sínum riðli

Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir mbl.is/ Hari

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi synti á 1:00,22 mínútum í 100 metra baksundi og hafnaði í 7. sæti í sínum riðli sem var sá sterkasti í undanrásunum á EM í 25 metra laug í Kaupmannahöfn.

Tími Eyglóar er ekki nógu góður til að komast í undanúrslitin og er hún því úr leik í greininni. Hafnaði hún í 29. sæti en sextán  bestu fóru áfram.

Íslandsmet Eyglóar í greininni í 25 metra laug er 57,42 sekúndur frá því á EM fyrir tveimur árum þegar hún vann til verðlauna. 

Eygló er nýbyrjuð að keppa á ný eftir að hafa verið frá vegna bakmeiðsla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert