Fanney og Júlían kraftlyftingafólk ársins

Fanney Hauksdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson.
Fanney Hauksdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson. Ljósmynd/Kraft.is

Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J.K. Jóhannsson (Ármann).

Fanney Hauksdóttir:

Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur. Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:

  • Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
  • Silfurverðlaun í -63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
  • Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
  • Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
  • Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
  • Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.

Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóðakraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar í -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Júlían J.K. Jóhannsson:

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu. Afrek hans eru:

  • Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
  • Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
  • Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
  • Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
  • Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í +120 kg flokki
  • Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
  • Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
  • Tók þátt í IWGA, World Games, fyrstur Íslendinga.

Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert