Ingibjörg í 35. sæti

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Hari

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki áfram úr undanrásum í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn.

Ingibjörg synti í fyrsta undanriðli og varð önnur í riðlinum á tímanum 27,17 sekúndum. Það var 35. besti tíminn af 47 í undanrásunum, en sundkonurnar með 16 bestu tímana komust áfram í undanúrslit.

Ingibjörg hefði þurft að synda á 26,52 sekúndum til að komast í undanúrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert